Gulrótarkaka 2

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 2 dl olía
  • 2,5 dl sykur
  • 2 egg
  • 2,5 dl hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 0,5 tsk salt
  • 1,5 tsk kanill
  • 1 tsk vanilludropar
  • 0,5 dl saxaðar valhnetur
  • lítil dós ananaskurl (safinn síaður frá)
  • 2 dl kókosmjöl
  • 4 dl rifnar gulrætur

Olía, sykur og egg þeytt saman. Öllu hinu svo blandað saman við. Bakað við 160-180°C í 45-60 mínútur.

Krem

  • Rjómaostur (200-300 g) og
  • ca 300 g flórsykur
  • Sítrónubörkur

Hrært saman þar til passlega mjúkt. Mér finnst gott að rífa smá sítrónubörk útí til að fá frískt bragð.

Þegar maður rífur sítrónubörk verður maður samt að passa að rífa bara þetta gula, því hvíti hlutinn af berkinum er ekki góður.