Gulrótarkaka
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 4 egg
- 150g sykur
- 140g púðursykur
- 1 tsk vanilludropar
- 200g gulrætur
- 240g hveiti
- 2 tsk matarsódi
- 1/2 tsk salt
- 1 msk kanill
- 1 tsk múskat
- 1 poki saxaðar valhnetur
- 2 1/2 dl matarolía
Þeytið saman egg, sykur, púðursykur og vanilludropa í hrærivél þar til blandan verður létt og ljós. Rífið gulrætur og blandið saman við hræruna. Sigtið saman hveiti, matarsóda, salt, kanil og múskat og látið út í ásamt matarolíu og hnetum. Bakið í tveimur smurðum og hveitistráðum formum í 175°C heitum ofni í 30 mínútur.
Krem
- 400 g rjómaostur
- 500 g flórsykur (þarf yfirleitt ekki að nota allan pakkann!!)
- Sítrónubörkur, rifinn af einni sítrónu
- Smá sítrónusafi (2-3tsk) eftir smekk
Allt hrært saman í hrærivél þar til kremið er mjúkt en frekar stíft og smurt á kalda kökuna. Kakan skreytt með rifnum gulrótum dýft augnablik í sítrónusafa, valhnetum eða hvoru tveggja.