Grilluð kjúklingatortilla með grænmeti

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Grilluð kjúklingatortilla með grænmeti, hvítlaukssósu og rauðrófusalati. Fyrir fjóra Úr þættinum: Með okkar augum á RÚV

  • 4 tortillur
  • 400 gr kjúklingalundir eða bringur
  • 1 rauð paprika
  • 1 rauðlaukur
  • 1 tómatur
  • salat
  • rifinn ostur


Lögur fyrir kjúkling

  • ½ dl olía
  • safi úr ½ sítrónu
  • 2 tsk sambal olek chillimauk
  • ½ tsk malað coriander
  • 1 tsk turmerik
  • 3 msk saxað ferskt kóriander
  • 1 tsk hunang
  • svartur pipar og salt

Öllu hrært saman og kjúklingurinn settur í löginn í ca 30 mínutur.

Á meðan er paprikan skorin langsum í sneiðar og laukurinn í þykkar sneiðar. Penslað með olíu og steikt á báðum hliðum á grillpönnu.


Hvítlaukssósa

  • 3 msk olía
  • 3 hvítlauksrif, söxuð
  • ½ tsk cuminfræ
  • 100 gr grísk jógúrt
  • 1 bolli AB mjólk
  • salt
  • 2 msk fersk steinselja, fínt skorin.

Hitið olíuna í potti og steikið hvítlaukinn og cumminfræin í ca ½ mín. Kælið.

Allt hráefnið nema steinseljan sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Að lokum er steinseljunni bætt við.


Rauðrófusalat

  • 1 rauðrófa
  • 1 epli
  • ¼ sítróna

Rífið niður rauðrófu og epli og kreistið sítrónusafa yfir.

Tortillurnar steiktar á annarri hliðinni á grillpönnunni og sett undir stykki til að harðni ekki.

Kjúklingurinn steiktur á grillpönnunni ca 3 mín á hvorri hlið.

Setjið sósu, grænmeti ost og kjúkling ofan á tortillu og brjótið saman eins og umslag. Tortillurnar settar aftur á grillið í ca 1 mín á hvorri hlið.