Grillaðir sveppir
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 10 Matsveppir (þessir hvítu) nota litla
- 2-3 msk ólífuolía
- 1 -2 Hvítlauksrif
- 1 tsk Season All
- Grillpinnar
Þessi uppskrift er bara svona ca eitthvað. Fólk verður bara að finna út hvort þarf meiri olíu eða krydd. Þetta getur varla misheppnast.
Ef notaðir eru trépinnar þarf að láta þá liggja í bleyti í smá tíma áður en grillað er svo það kvikni ekki í þeim.
Olían, pressuð hvítlauksrif og seaon all hrært saman í skál. Sveppirnir látnir útí og hrært vel í þar til sveppirnir eru búnir að draga í sig alla olíuna.
Sveppirnir þræddir á grillpinna og grillaðir.