Graskersbrauð

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Mjög gott kryddbrauð ekki ósvipað, banana eða döðlubrauði nema bara graskers!


  • 2.5 dl graskersmauk
  • 2 egg
  • 1 dl olía
  • 80 ml vatn
  • 200 g sykur (300 í orginal uppskriftinni fyrir sætabrauðsgrísina)
  • 225 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 3/4 tsk salt
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/2 tsk múskat
  • 1/4 tsk negull
  • 1/8 tsk engifer
  • (örugglega gott að setja hnetur í þetta)

Graskersmauk búið til með því að sjóða graskerskjöt í potti eins og kartöflur, sía vatnið frá og stappa eða mixa.

Hræra saman graskersmauki, eggjum, olíu, vatni og sykri.

Blanda saman hveiti, lyftidufti, salti og kryddi og blanda saman við graskershræruna.

Hella í smurt og hveitistráð brauðform og baka við 180°C í 50-60 mín.