Grasbalasósa

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Alveg frábær með grilluðu lambi.

  • 500 g sérsaltað smjör
  • 1 kg laukur
  • 1 - 2 kg paprika, rauð og græn
  • 4 litlar dósir tómatþykkni
  • 1 lítið glas sinnep
  • ca. hálf flaska hvítvín + hálf í kokkinn

Laukurinn er skorinn í þunna hringi, og steiktur létt í smjörinu.(ekki látið brúnast). Paprikna skorin í sneiðar og steikt með lauknum. Tómatþykkni og sinnepi bætt í sósuna og hún þynnt með hvítvíni eftir smekk.

htp://uppskrift.belgur.net