Góður brauðréttur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- Sætt sinnep
- 2 dósir sýrður rjómi
- 2 litlar dósir mæjónes
- 4 egg, harðsoðin
- 1 bréf skinka
- 2 litlar dósir ananas
- 1 stórt franskbrauð
- Rækjur
- Paprika
Smyrjið sinnepi inn í stóra skál og rífið brauðið í botninn. Blandið eggjum, skinku og ananas saman við sýrðan rjóma og mæjónes. Setjið salat og brauð til skiptis í skálina þar til bæði salatið og brauðið klárast. Setjið rækjur og smátt skorna papriku ofan á. Kælið áður en rétturinn er borinn fram.