Frönsk súkkulaðikaka
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 200 grömm smjör
- 200 grömm suðusúkkulaði (gott að nota 56%)
- 4 egg
- 3 dl sykur
- 1.5 dl hveiti
- 100 grömm saxaðar valhnetur/heslihnetur (má sleppa)
Aðferð
Bræða súkk og smjör í vatnsbaði. Egg og sykur þeytt mjög vel saman. Látuð súkkulaðismörbræðinginn kólna og blandið saman við eggjahræru. Hveiti og hnetum blandað varlega saman við. Látið í smurt og hveitistráð smelluform. Bakað í miðjum ofni við 180°C í ca 35 mín. Látið kólna aðeins í forminu. Skellt á disk og flórsykur sigtaður yfir.
ATH kakan á að vera dáldið klesst í miðjunni.
Gott að borða með ferskum jarðarberjum og þeyttum rjóma *slurp* :)