Frönsk kjúklingasúpa

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Fann þessa á pressunni 29.4.2011...bara varð að bjarga henni þaðan!

(Miðað við 4 manneskjur)

  • 4 kjúklingabringur
  • 2 lítrar af kjúklingakrafti eða kjúklingasoði
  • 1 dós af niðursoðnum tómötum
  • hýði af 1/2 appelsínu
  • 4 kartöflur
  • 2 gulrætur
  • 1/2 blaðlaukur
  • 1 hvítur laukur
  • 1/2 fennel (valfrjálst)
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 matskeiðar af olíu til steikingar
  • 2 matskeiðar af ferskum basil

Aðferð:

Skerið kjúklingabringurnar í litla bita ( um 2-4cm) Skerið allt grænmetið í litla teninga og saxið hvítlaukinn Sjóðið kjúklingaseyðið með niðursoðnu tómötunum og appelsínuhýðinu

Steikið allt grænmetið upp úr olíunu þangað til að það er orðið gljáandi Steikið kjúklinginn á eftir grænmetinu

Hellið grænmetinu út í soðið, bætið basil við og smá season all, salti og pipar eftir smekk

Bætið svo kjúklingnum út í og látið kraumi í um 5 mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur

Berið svo súpuna fram sjóðandi heita með góðu brauði

Verði ykkur að góðu!