Fokkasíubrauð
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Deig
- 250 ml ylvolgt vatn
- 1 1/2 tsk ger
- 1 tsk hunang
- 1/2 tsk salt
- 3 msk ólífuolía
- ca 400 gr hveiti eða eftir þörfum
- smá gróft salt (1-2 msk) (Ég notaði Maldon salt flögur, finnst það best).
- smá ólífuolía í viðbót
Fylling
- 75-100 gr hráskinka, rifin
- 75 gr fetaostur, mulinn
- nokkur basilíkublöð
Aðferð
Ger sett í ylvolga vatnið, hunangi blandað saman og olía og salt sett út í líka. Svo er hveitinu bætt saman við og hnoðað. Ekki setja allt í einu, kannski þarf ekki að nota allt og kannski þarf meira. Látið lyfta sér í 1.5 tíma. Deiginu skipt í tvennt og flatt út í diskastóra ferninga. Fyllingin sett ofan á annan ferninginn og svo er hinn ferngingurinn settur ofan á. Þrýstið brúnirnar saman. Látið lyfta sér í 30 mín í viðbót. Búnar til holur í brauðið með fingri og pensla með smá ólífuolíu og grófu salti stráð yfir. Bakað við 190°C í ca 15-20 mín eða þar til það er tilbúið.