Excelkubbar
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Úr Íslandsbankadagatali 2012 - Daníel Helgi Reynisson
30 stk
- 2 dl síróp
- 1 dl sykur
- uþb 340 g hnetusmjör crunchy
- 1 tsk vanilludropar
- 1 l kornflögur
- 1 dl kókosmjöl
- Suðusúkkulaði
Aðferð
Bræða síróp, sykur og hnetusmjör saman í potti. Takið af hellunni og setjið vanilludropana út í. Myljið kornflögurnar gróft og bætið út í ásamt kókosmjölinu. Klæðið ofnplötu með bökunarpappír og dreifið úr blöndunni í u.þ.b. 1 cm lag á plötuna. Setjið í frysti og kælið þar til kakan er orðin nokkuð stíf. Bræðið suðusúkkulaðið saman við smá olíu (brotnar síður þegar kakan er skorin). Dreifið bræddu súkkulaðinu yfir kökuna og setjið hana svo aftur í frost. Skerið kökuna í litla bita áður en hún er borin fram. Best er að geyma í frosti því bitarnir eru fljótir að þiðna og þeir eru betri aðeins kaldir.