Eplapæ
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 4-5 græn epli (fer eftir því hvað mótið er stórt)
- (Tæplega) 100 gr sykur
- 100 gr smjörlíki
- 100 gr hveiti
- Kanill
Eplin skræld og fræhreinsuð og skorin í þunna báta og sett í eldfast mót. Hveiti , sykur og smjör blandað saman í höndunum(mulið saman). Deiginu dreift yfir eplin þannig að það hylji þau. Ef Deigið er ekki nóg þá er bara að búa til bínu meira deig í réttum hlutföllum 1:1:1. Kanil dreift yfir eins mikið af honum og fólki finnst best. :) Ekki of mikið samt. Stundum verður þetta dáldið sætt og þá er bara að nota aðeins minna af sykri. Mótið er svo sett í ofninn neðarlega og pæið bakað við 200 °C þangað til það er tilbúið eða þangað til eplin eru farin að bobbla og deigið er orðið ljósbrúnt og lyktin orðin rosalega góð. Pæið er best heitt með RJÓMA og/eða ís.