Eplakaka
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Þessi kaka er mjög góð og glæsileg útlits.
- 125 gr smjör eða smjörlíki
- 125 gr sykur
- 3 egg
- 200 gr hveiti
- 3 tsk vanillusykur
- 2 tsk lyftiduft
- 1/2 dl rjómi
- 3 epli hörð græn
- Egg til að pensla
- Perlusykur (grófur sykur)
- Saxaðar heslihnetur (eða möndlur)
Smjör og sykur hrært vel saman í hrærivél. Eggjunum bætt út í hræruna, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli. Þurrefnum blandað saman í skál og sett út í hræruna smátt og smátt til skiptis við rjómann. Sett í 22 cm smelluform, smurt og hveitistráð. Eplin skræld og fræhreinsuð og skorin í þunna báta. Bátunum raðað þétt í hringi ofan á degið í forminu. Smurt með eggi. Perlusykri og hnetum stráð yfir. Bakað við 165° neðst í ofni í ca 45 mínútur. Látin standa aðeins í forminu áður en hún er sett á disk. Borin fram volg með þeyttum rjóma.