Einfalt heitt snittubrauð
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Tilbrigði 1
- Frosið snittubrauð (td Hatting 4 í pakka)
- Tómatpúrre
- Parmaskinka
- Brauðostur
- Svartur pipar
- Klettasalat (Rucola)
Brauðið þýtt og skorið sundur langsum. Tómatpure smurt á, ekki of þykkt. Parmaskinka sett yfir og ostur og piprað með svörtum pipar. Sett inn í ofn við 200°C og bakað þar til brauðið lítur vel út. Tekið út úr ofninum og skorið í hæfilegar sneiðar og klettasalati stráð yfir.
Tilbrigði 2
- Frosið snittubrauð (td Hatting 4 í pakka)
- Grænt eða rautt pestó
- Parmaskinka eða önnur fín skinka
- Tómatar í sneiðum
- Brauðostur
- Svartur pipar
- Ferskt basil
Brauðið þýtt og skorið sundur langsum. Tómatpure smurt á, ekki of þykkt. Parmaskinka og tómatar settir yfir og ostur og piprað með svörtum pipar. Sett inn í ofn við 200°C og bakað þar til brauðið lítur vel út. Tekið út úr ofninum og skorið í hæfilegar sneiðar og basil laufum stráð yfir.