Einföld Marengsterta
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- Kringlóttur marengsbotn (hvaða tegund sem er)
- 1-2 pelar rjómi
- Fersk ber eða ávextir eftir smekk (t.d. vínber, jarðarber, bláber, kíwí, hunangsmelóna,...)
- (Kókosbollur, súkkulaðirúsínur, nóakropp eða eitthvað (má sleppa))
- (Rjómasúkkulaði (má sleppa))
Rjóminn þeyttur og settur yfir marengsbotninn. Ávextirnir hreinsaðir og skornir í hæfilega stóra bita og stráð yfir rjómann. Kakan er best ef hún fær að standa í ísskáp í a.m.k. 2 tíma áður en hún er borin fram. Fyrir nammigrísi þá er mjög gott að blanda kókosbollum eða öðru sælgæti í rjómann og bræða smá súkkulaði og láta það leka yfir ávextina. Þetta er hinsvegar alveg óþarfi því kakan verður alveg nógu sæt af marengsnum.