Daimmarengsterta fröken Karólínu

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Þessi er hrotta góð.

BOTNAR:

  • 3 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 50 gr saxaðar valhnetur


FYLLING:

  • 4 dl rjómi
  • 3 eggjaruaður
  • 1 dl sykur
  • 4 stk. Daim súkkulaðiplötur


Botnar: stífþeytið eggjahvítur með helmingnum af sykrinum. Bætið restinni smátt og smátt saman við. Hrærið svo hnetunum varlega saman við. Teiknið tvo hringi á bökunarpappír og setjið degið á. Bakið í ca 1,5 klst við 130°.

Fylling: Þeytið rjómann. Þeytið eggjarauður og sykur vel saman. Saxið súkkulaði. Blandið helmingum af rjómanum saman við eggjakremið, bætið súkkulaðinu saman við og svo restinni af rjómanum. Skellið svo helmingum af þessari fyllingu á milli botnanna og helmingnum ofan á kökuna. Frystið. Taka út úr frysti og skella í kæli 30-60 mín áður en hún er borin fram. Verði ykkur að góðu.