Döðlubrauð

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Döðlubrauð vorvindanna fengið á facebooksíðu KR skokks

  • 250-300 gr döðlur
  • 3 dl sjóðandi vatn
  • 10 dl spelt (fínt og gróft til helminga)
  • 4 dl þriggja korna blanda (hörfræ, sesamfræ, sólblómafræ)
  • 4 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 4 dl AB-mjólk


Aðferð

Döðlurnar látnar liggja í bleyti í vatninu meðan allt hitt er hrært varlega saman í skál. Döðlunum og vatninu bætt við í lokin. Sett í tvö meðalstór smurð form og bakað í 40 mínútur við 180° C.