Döðlu/banana speltbollur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 2 marðir bananar, mega vera alveg brúnir bara betra
- 10 döðlur, saxaðar
- 1 hnefi af kókosflögum, allt í lagi að nota kókosmjöl
- 2 msk haframjöl
- 6 msk gróft spelti (50 gr)
- 2 tsk kókosolía
- 1 tsk vínsteinslyftiduft eða bara matarsódi
- 1-2 msk ab mjólk ( bara fyrir þá sem vilja, erhægt að setja smá vatn í staðinn ef þetta er ekki nógu blautt)
- klípa af salti
Aðferð
Öllu blandað saman í skál og sett í t.d muffinsform eða með matskeið á bökunarpappír, gott að búa til hring af bollum. Þetta eru svona 4-6 bollur. Má líka tvöfalda uppskriftina og búa til brauð, þá er best að baka þetta í 40 min.
180 gráður án blásturs í 24 mín. ATH bollurnar eru mjög blautar, dáldið eins og þykkur hafragrautur þegar maður setur þær í ofninn.