Chilli rúllur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 250 gr rjómaostur
- 75 gr góð skinka, söxuð
- 2 msk niðursoðin jalapeno pipar saxaður eða bara chilli pipar
- 2 saxaðir rauðlaukar (einnig hægt að nota vorlauk)
- 1/2 rauð paprika söxuð smátt
- 6-8 hveititortillur
Hrærið ostinn með skinku, jalapeno, lauk og papriku. Skerið kantana á tortillunum til þannig að þær séu sem næst ferningur. Skiptið ostablöndunni á þær og vefjið upp í þétta en nokkuð svera vindla, bara að vefja og passa að mesta af blöndunni sé næst miðjunni á kökunni. Skera svo niður í mátulega stóra bita og setja tannstöngul í!!! Ágætt að kæla í einhvern tíma.