Bruchetta
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 1 Baguett brauð (ólífu og sólþurkaðatómatbrauðið úr Fjarðarkaupum er æðislegt)
- 4 geirar hvítlaukur, smátt saxaðir.
- 80 gr. smjör
- 3 tómatar skornir í teninga
- 1 bolli fersk basillauf
- Salt og pipar
Aðferð
Blandið saman í lítilli skál tómata, basil, salt og pipar. Látið standa í ísskáp á meðan restin er undirbúin. Hitið ofninn í 180°c. Skerið brauðið í sneiðar (c.a. 1,5cm þykkar) og setjið á plötu og inn í ofn í 5 mínútur. Bræðið smjör í potti og setjið saxaðan hvítlauk út í og látið malla á lágum hita. Slökkvið undir og látið bíða í nokkrar mínútur. Takið brauðin úr ofninum og penslið smjörblöndunni á og setjið aftur inn í ofn í 3-5 mínútur.
Borið fram með tómatblöndunni (eða sett á og borið fram tilbúið).