Boost
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Boost með jarðaberjum og bláberjum
- Stór dolla af vanilluskyri
- 1-2 lúkur jarðaber
- 1 lúka bláber
- allt að 1/2 L mjólk
Ber sett í mixara, skyr sett ofaná og mjólk síðust til að stilla þykktina. Blandið saman og liturinn verður fjólublár. Þar sem mixarar eru misjafnir að gerðum og lögun hentar stundum illa að setja berin síðust því þau vilja fljóta og komast því stundum ekki í tæri við tennur mixarans.
Sumir vilja nota undanrennu í stað mjólkur Ef afgangur er af drykknum má frysta í frostpinnaboxi, börnum þykir þetta yfirleitt gott