Bláberjasulta
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 1/2 kg rababari
- 1/2 kg bláber
- 800 g sykur (700 g ef menn vilja minna sætt)
Sykur og rababari soðið saman í 20 mín. Hræra vel í á meðan, gjarnan með þeytara í lokin. Bláberjum bætt í, soðið vægt í 15 mín eftir að suða kemur upp.
Bæta má í sultuna einni 1 - 2 tsk af melatini (sultuhleypi) ef menn eru hræddir um að sultan hlaupi ekki nægilega (t.d. ef berin eru mjög mikið þroskuð).
Sultan sett í heitar, hreinar krukkur sem er lokað strax.