Birki muffins

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Amerískar löðrandi í kaloríum og sjúklega góðar múffur. Þú átt það skilið ;)

  • 3 egg
  • 2 1/2 bolli sykur
  • 1 1/8 bollar olía
  • 1 1/2 bollar mjólk
  • 1 1/2 tsk salt
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 msk birkifræ
  • 1 1/2 tsk vanilludropar
  • 1 1/2 tsk möndludropar
  • 3 bollar hveiti

Hræra saman egg, sykur og olíu. Bæta við mjólk, salti, lyftidufti, birkifræjum, dropum og hveiti. Blanda vel saman. Baka í muffins formum. Fylla formin að 3/4. Baka við 175°C í 15-20 mínútur. Þær eiga að vera gullinbrúnar.