Bananakakan hennar Karólínu
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Deig
- 375 gr hveiti
- 460 gr sykur
- 225 gr smjörlíki
- 4 egg
- 50 gr haframjöl
- 4 tsk vanilluskykur
- 1/2 tsk lyftiduft
- 2 tsk natron
- 4-5 bananar
- 1 1/4 dl mjólk
- 1/2 tsk salt
Sykur, smjörlíki hrært saman. Eggjum bætt í einu í einu. Bananarnir stappaðir + haframjölinu bætt út í. Og svo þurrefnunum og mjólkinni. Hellt í ofnskúffu eða tvö tertumót. (Mér finnst hún betri úr ofnskúffu... veit ekki af hverju). Bakað við 170°C í 30-35 mín.
Krem
- 2 plötur suðusúkkulaði
- smá smjör
- 1 egg
Suðusúkkulaði og smjör brætt saman, látið kólan smá. Egginu hrært saman við. Þessu svo klínt á kökuna.... og borðið fram með þeyttum rjóma, slurp slurp!!