Bananabrauð Ingólfs

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Undrabrauð Ingólfs ( sjúklegt!)

  • 3-4 þroskaðir bananar (Ég set alltaf brúna banana hýðislausa í frystinn)
  • 2 ½ dl All- Bran eða annað mjög trefjaríkt morgunkorn ( Ég nota haframjöl- alltaf til)
  • 1 dl matarolía
  • 2 dl sykur
  • 2 egg
  • 5 dl hveiti
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 1 dl grófsaxaðar hnetur (einn poki og ég saxa ekkert)


Aðferð

Gott að setja þetta grófa og banana saman fyrst og stappa það en annars skelli ég nú bara meira og minna öllu í skál rétt til að blanda og svo smurt form ( ég set í staðinn smjörpappír…).

180 gráður í 60 min segir uppskriftin, en í praxís þá hef ég þetta á blæstri í 40 min og set þá álpappír á og hef ca. í 20-25 min í viðbót, bara pota í það til úrskurðar.