Baby Ruth

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 3 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 100 gr salthnetur hakkaðar helst í matvinnsluvél
  • 20 ritzkex hökkuð helst í matvinnsluvél


Krem

  • 50 gr smjör
  • 50 gr suðusúkkulaði
  • 50 gr flórsykur
  • 2 eggjarauður

Ofninn hitaður í 200 gráður.

Eggjahvítur og sykur stífþeytt. Salthnetum, ritzkexi og lyftidufti blandað saman og hrært varlega saman við eggjahvíturnar.

Bökunarpappír þríst vel niður í 24 cm form.

Deginu helt í formið og sléttað vel. Bakað í 30 mín í miðjum ofni. Ef kakan dökknar að ofan er best að setja álpappír yfir hana meðan hún bakast svo hún verði ekki hörð.

Kakan kæld. Gott að setja hana í plastpoka á meðan svo hún þorni ekki.

Suðusúkkulaði og smjör brætt í potti við vægan hita. Kælt aðeins. Flórsykur sigtaður. Hrært rösklega saman við súkkulaðiblönduna þar til kekkjalaust. Smurt yfir kökuna þegar hún er orðin köld.