Appelsínukaka

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Áætlaður heildar-bökunartími: ~ 1klst.

  • 150 gr. Sykur
  • 150 gr. Smjörlíki
  • 150 gr. Hveiti
  • 1 tsk. Lyftiduft
  • 2 Egg
  • Rifinn börkur af 1 appelsínu.
  • Safi úr hálfri appelsínu.

Súkkulaði

  • 1 1/2 dl. Flórsykur
  • 1 tsk. kakó
  • vanilludropar
  • vatn

Þeytið fyrst saman sykur og smjörlíki þar til það verður ljóst og létt. Hrærið svo út í hveitinu, lyftiduftinu, eggjunum, appelsínuberkinum og safanum, þannig að þið látið fljótandi og þurrefni á víxl. Setjið í smurt kringlótt form og bakið við 180°C í miðjum ofni (tíma vantar).

Sigtið næst flórsykur og kakó í skál og setjið vatn útí þar til þetta verður glassúr-legt. Bætið svo hálfri til heilli teskeið af vanilludropum út í.