Íslensk kjötsúpa
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 1,5 kg lambasúpukjöt
- 2 L vatn
- 1 blaðlaukur, saxaður
- 250 g gulrætur skornar í bita
- 50 g hrísgrjón eða hafragrjón (sumir nota hvorttveggja)
- 1 msk súpujurtir
- 4-5 msk steinselja, söxuð (má sleppa)
- salt
- pipar
- kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
- 1 stór gulrófa, flysjuð og skorin í bita
Lýsing
Snyrtu kjötið og skerðu e.t.v. burt eitthvað af fitu. Settu það síðan í pott og helltu köldu vatni yfir. Hitaðu rólega að suðu og fleyttu froðu ofan af. Endurtaktu það nokkrum sinnum til að losna við sem mest af sora. Bættu svo blaðlauk, gulrótum og hrísgjrónum eða hafragrjónum í pottinn ásamt súpujurtum og steinselju. Kryddaðu með pipar og salti og láttu malla undir loki í um hálftíma. Bættu þá kartöflunum út í og láttu malla í 10 mín. Settu rófurnar í pottinn og sjóddu súpuna í í um 15 mín. í viðbót, eða þar til kjöt og græmetni er meyrt. Smakkaðu súpuna og bragðbættu hana með pipar og salti ef þarf. Þeir sem vilja súpuna tæra geta sleppt hrísgrjónum eða hafragrjónum.