Ávaxtakaka (fljótleg)
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 1 bolli hveiti
- 1 bolli sykur
- 1 tsk matarsódi
- 1 egg
- 1 dós niðursoðnir ávextir (eða bara epli)
- smá salt
- 4 msk Kókosmjöl
- 4 msk Púðursykur
Öllu nema kókosmjöli of púðursykri blandað saman í skál og sett í form. Púðursykri og kókosmjöli blanda saman og stráð yfir kökuna. Bakað við 180°C neðarlega í 30-40 mínútur, eða í örbylgjuofni á high í 15 mínútur og standa í 3 í ofninum. Borið fram með rjóma eða ís.