Skúffukaka Ólafíu

Úr Uppskriftavefurinn
Stökkva á: flakk, leita

Þetta er ein besta og einfaldasta skúffukaka sem ég hef fengið :) Þetta er samt frekar lítil uppskrift og ef maður ætlar að baka í stórri skúffu myndi ég tvöfalda uppskriftina.

 • 4 1/2 dl sykur (ég set yfirleitt bara 3 1/2 dl)
 • 175 g lint smjörlíki
 • 2 egg (við stofuhita)
 • 4 1/2 dl hveiti
 • 1 tsk. natron
 • 1/2 tsk. lyftiduft
 • 1 1/2 dl vatn (kalt)
 • 3 tsk. vanillusykur
 • 1 dl. kakó (dökkt)
 • 1 tsk. salt
 • 2 dl súrmjólk

Aðferð

Þeyta smjör og sykur saman fyrst og bæta eggjunum í einu í einu og hræra á milli. Blanda þurrefnunum saman og setja til skiptis saman við hræruna á móti súrmjólkinni og vatninu. Ekki hræra lengi þegar þurrefnin eru komin saman við. Skúffan smurð og deigið sett í. Bakað í 20-30 mín. við 200 (180 með blæstri) gráður í miðjum ofni.

Tillögur að kremi

All American Wilton kremið fyrir lituð krem

Krem 1

 • 100 gr brætt smjörlíki
 • Ca. 6 dl flórsykur

Þetta hrært vel saman.

 • 3 1/2 msk. kakó (dökkt)
 • 3 msk. kaffi (set þó eins og þarf þangað til ég finn rétta þykkt á kreminu)
 • 3 tsk. vanillusykur

Krem 2 (úr Gestgjafanum)

 • 150 gr. mjúkt smjör
 • 1 bolli flórsykur
 • 1/3 bolli kakó fyrir meðaldökka köku (1/2 fyrir dökka köku)
 • 2 msk síróp
 • 1 tsk vanilludropar
 • nokkrar msk. mjólk, fer eftir hversu þykkt kremið á að vera.