Sara Bernharðs kökur

Úr Uppskriftavefurinn
Útgáfa frá 24. desember 2015 kl. 23:47 eftir Kari (Spjall | framlög) Útgáfa frá 24. desember 2015 kl. 23:47 eftir Kari (Spjall | framlög)

Stökkva á: flakk, leita

Botn

  • 260 g möndlur
  • 230 g flórsykur
  • 4 eggjahvítur

Krem

  • 120 g sykur
  • 1 dl vatn
  • 4 eggjarauður
  • 1.5 msk kakó
  • 0.25 tsk neskaffi
  • 260 g mjúkt smjör
  • suðusúkkulaði

Möndlur mixaðar vel. Eggjahvítur stífþeyttar. Flórsykur sigtaður og blandaður saman við möndlurnar og svo blandað varlega saman við eggjahvíturnar. Sett á plötu með teskeið og bakað við 180°C í 11-13 mínútur.

Suðusúkkulaði brætt í vatnsbaði og látið kólna.

Eggjarauður þeyttar vel. Sykur og vatn sett í pott og soðið þar til fer að þykkna/freyða. Sykurleginum hellt saman við eggjarauðurnar og þeytt í eina mínútu. Látið kólna aðeins. Smjör hrært út í, neskaffið mulið með skeið og blandað út í ásamt kakói með sleikju. Passa að hafa enga kekki. Smyrja kreminu á kalda botnana. Hjúpað með suðusúkkulaðinu.