Nachos í heitri sósu

Úr Uppskriftavefurinn
Stökkva á: flakk, leita
  • 1 poki nachos (ekki mikið kryddað)
  • 2 tómatar
  • 1 laukur
  • 1 paprika
  • Ostasósa í krukku
  • Salsa sósa í krukku
  • Guacamole í krukku
  • Rifinn ostur

Innihaldinu raðað lagskipt í eldfast mót. Fyrst nachos, svo niðurskornum tómötum, lauk og paprika dreift yfir ásamt teskeiðum af sósunum. Svo aftur nachos, grænmeti og sósur þar til búið að klára. Að lokum er sett svolítið af nachosi yfir og rifinn ostur þar ofaná. Bakað í 175°C í nokkrar mínútur (þar til osturinn er bráðinn og byrjaður að dökkna).