Hamborgarhryggur

Úr Uppskriftavefurinn
Útgáfa frá 2. maí 2011 kl. 16:02 eftir Kristin (Spjall | framlög) Útgáfa frá 2. maí 2011 kl. 16:02 eftir Kristin (Spjall | framlög) (Verndaði „Hamborgarhryggur“ ([edit=sysop] (ótiltekinn) [move=sysop] (ótiltekinn)))

(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Uppskrift frá kokkunum í Borgartúni 37

Sykurgljái

  • 2 bollar púðursykur
  • 1 bolli tómatsósa
  • 1/2 bolli sætt sinnep

1 tsk paprikuduft 1 bolli kók

Hrært saman daginn áður og geymt í kæli

Suðan á hryggnum

Hryggurinn settur í pott með köldu vatni. Síðan hituað rólega að suðu á hálfum straum. Þegar vatnið sýður er hitinn lækkaður og hryggurinn látinn malla við vægan hita í 20-30 mínútur. Þá er slökkt og hryggurinn látinn kólna í soðinu.

Upphitun á hryggnum

Hryggurinn er færður á fat sem passar í ofninn, bróðurpartinum af sykurgjáanum er smurt á hrygginn og hann hitaður við 180 gráður í um það bil 30 mín.

Sósa

Soðið af hryggnum er sigtað í pott, það er síðan þykkt með smjörbollu (brætt smjörlíki og hveiti). Grísakraft teningi er bætt við ásamt 1 lárviðarlaufi og 4 negulnöglum og látið sjóða í um það bil 20 mínútur. Því næst er sósan sigtuð yfir í annan pott og bætt í hana dálitlum rjóma, restinni af sykurgljáanum og skvettu af rauðvíni. Þá er sósan smökkuð til með salti og pipar.

Gott er a bera fram með þessu sykurbrúnaðar kartöflur, eplasalat og rauðkál.