Grafið lamb

Úr Uppskriftavefurinn
Stökkva á: flakk, leita
  • 600 g Lambainnralæri
  • 3 msk. Salt
  • 1 msk. Sykur
  • 1 msk. Timjan
  • 1 msk. Oregano
  • 1 msk. Sítrónupipar
  • 1 msk. Majoram
  • 1/4 msk. Paprikukrydd

Blandið kryddinu vel saman og veltið kjötinu upp úr kryddblöndunni. Látið standa i 4 sólarhringa i kæli. Snúið kjötinu einu sinni á sólarhring. Að því loknu er kryddið skolað af kjötinu og skorið í þunnar sneiðar. Einnig er hægt að frysta vöðvann í heilu eftir marineringu. Það er mjög gott að bera þetta fram með fersku frise-salati, skalotlauksmarmelaði, nýbökuðu brauði og piparrótar sósu.