Flokkaspjall:Meðlæti

Úr Uppskriftavefurinn
Stökkva á: flakk, leita

Ofnbakaðar kartöflur

800g kartöflur 4 msk ólífuolía 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 1-2 msk ferskar, saxaðar kryddjurtir. t.d. rósmarín, basilika, timjan 1 msk sítrónusafi 1 msk dijonsinnep nýmalaður pipar salt

Ofninnn hitaður í 200 gráður. Kartöflurnar burstaðar, þerraðar og skornar í báta eftir endilöngu. Þeim er svo velt upp úr ólíunni og síðan raðað á álpappírsklædda bökunarplötu en olían geymd. Settar í ofninn og bakaðar í hálftíma, eða þar til þær eru meyrar, snúið tvisvar eða þrisvar svo að þær festist ekki við. Teknar út en grillið í ofninum hitað. Hvítlauk, kryddjurtum, sírónusafa, sinnepi, pipar og salti hrært saman við afganginn af olíunni. Kartöflunum hrært gætilega saman við og síðan er þeim raðað aftur á bökunarplötuna og stungið undir grillið þar til þær eru gullinbrúnar. Sbúið tvisvar. Bornar fram heitar sem meðlæti eða með ídýfu.