Fléttubrauð með spelti

Úr Uppskriftavefurinn
Stökkva á: flakk, leita

Þessi uppskrift var í Birtu (28. apríl)

2 brauð

  • 100 g smjör
  • 50 g þurrger
  • 2 1/2 dl mjólk
  • 1 tsk salt
  • 2 msk sykur
  • 1 egg
  • 200 g speltmjöl
  • 250 g hveiti
  • Perlusykur

Hefðbundið gerdeig. Athugið að spelt lyftir sér mun hraðar en venjulegt hveiti. Deigið látið hefast þar til það er orðið tvöfalt. Þá búin til 2 fléttubraið og þau látin hefast í 30 mín í viðbót. Penslað með eggi og perlusykri stráð yfir. Bakað við 200°C í venjulegum ofni eða 180°C í blástursofni í um 20 mínútur.