Döðluterta

Úr Uppskriftavefurinn
Stökkva á: flakk, leita
  • 1 bolli döðlur (skornar smátt)
  • 1 bolli valhnetukjarnar (skornir smátt) (Ég nota bara einn poka)
  • ½ bolli suðusúkkulaði (smátt brytjað) (Ég set heila plötu ;)
  • 3 msk. hveiti
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 3 msk. kalt vatn
  • 2 stk. egg
  • 1 tsk. lyftiduft

Allt sett í skál og blandað vel saman. Sett í kökuform og bakað í 30 – 45 mín. við 150°C (einn botn)

Skreytt með þeyttum rjóma og súkkulaði (gott að skera niður banana og setja á botninn)