Amerískar heilhveitipönnukökur

Úr Uppskriftavefurinn
Útgáfa frá 23. mars 2013 kl. 18:35 eftir Kristin (Spjall | framlög) Útgáfa frá 23. mars 2013 kl. 18:35 eftir Kristin (Spjall | framlög)

(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Uppskrift úr fréttablaðinu 23. febrúar 2013 (Halla Bára Gestsdóttir/Gunnar Sverrisson)

  • 2 1/2 dl heilhveiti
  • 2 1/2 spelt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk natrón
  • 5 msk púðursykur eða hrásykur
  • 1/2 tsk sal
  • 4 msk birkifræ
  • 5 1/2 dl súrmjólk
  • 2 egg, hrærð
  • 2 msk. brætt smjör

Hrærið þurrefnin saman í deigið. Setjið súrmjólk, egg og brætt smjör saman við og hrærið vel svo úr verði nánast kekkjalaust deig.

Hitið pönnu(pönnukökupönnu en helst pönnu sem ekki festist við) á rúmlega miðlungshita. Látið smjörklípu á pönnuna. Setjið um tvær matskeiðar af deigi á pönnuna fyrir hverja pönnuköku, stráið örlitlum sykri yfir. Snúið við þegar loftbólur myndast. Gætið þess að baka ekki of mikið, slíkt gerist ansi hratt. Berið fram og borðið heitar.